Verslunarmaðurinn

Verslunarrekstur hefur verið hluti af mínu lífi frá 21. árs aldri eða síðan ég kynntist Guðmundi Magnasyni þá árinu yngri og eigandi tölvuleikjaverslunnar. Ég hafði upphaflega tekið að mér að reka fyrir hann hamborgarastað en var fljótlega kippt yfir í verslunina þar sem ég sá um fjármál og bókhald. Tæpum tveimur árum síðar keypti ég verslunina sem þá var komin á Laugaveg og opnaði aðra í Kringlunni.

Tölvuleikjaverslunina seldi ég síðan og fjárfesti í minni fyrstu tískuverslun sem var dýr skóli en leiddi mig áfram yfir í að opna heildsölu þar sem umframlager var mikill.

Ég hef síðan opnað yfir 13 verslanir í Kringlunni, Smáralind, Laugavegi og Keflavík ásamt 7 verslunum í Kaupmannahöfn.

Sumar af þessum verslunum hafa verið eigin sköpun en aðrar hafa verið gerðar með sérleyfissamningum eins og BLEND sem ég opnaði fyrst 2003 og urðu 8 talsins á Íslandi og í Danmörku þar sem ég lærði mikið á rekstri og opnun fyrirtækis í öðru landi og var krefjandi en skemmtilegt.

Fyrstu SIX verslunina opnuðum við svo í Smáralind með sérleyfi frá Þýska fyrirtækinu Beeline og höfum síðan opnað með þeim 6 verslanir í heildina á Íslandi og í Danmörku.

Hjá Beeline starfa um 7000 manns og með þeim hef ég lært mjög mikið í verslunarrekstri, stefnumörkun, framstillingar, innkaupaskipulag, birgðaflæði og stjórnun.

Að vera hluti af alþjóðlegri keðju gefur manni mikla möguleika og í því fellst stöðugur lærdómur enda nýjungar og uppfærsla á vinnubrögðum nánast daglegt brauð.

Besti verslunarskóli sem til er og ekki síður þar sem um þýskt skipulag og aga er að ræða.

Previous
Previous

Heimasíðu-vefarinn

Next
Next

Heildsalinn