Heildsalinn

Mín fyrsta aðkoma að heildverslun var þegar ég fór um landið að selja tölvuleiki meðfram verslunarreksti Tölvuhússins sem ég átti þá 23. ára.

Þegar ég svo eignaðist fyrstu tískuverslunina þá hóf ég að fara um landið og selja umframlegar sem síðan þróaðist í að kaupa inn sérstaklega fyrir heildsöluna sem gekk strax mjög vel.

Fyrsta alvöru vörumerkið sem ég fékk leyfi fyrir var gallabuxna vörumerkið Lee Cooper sem gekk mjög vel, kom því fyrir í góðum verslunum og gerði kostunarsamning við vinsælustu hljómsveit landsins á þeim tíma og fyrsta kostunarsamning í sjónvarpi.

1996 gerði ég samning við Ítalska vínframleiðendann TOMMASI, kom því vörumerki af stað og seldi nokkrum árum síðar, Tommasi er eitt þekktasta og mest selda léttvínsmerki á Íslandi.

Ég gerði 1998 samninga við Ítalska fataframleiðendan GAS og á svipuðum tíma dreifingarsölusamning við Danska fyrirtækið Brandtex um fatamerkið BLEND sem átti eftir að vera happadrjúgt.

2003 stofnaði ég fyrirtækið Víntríó sem meðal annars gerði samning um vörumerki eins og BAVARIA bjór, CULT orkudrykki, YELLOW TAIL vín sem öll hafa átt farsælan feril á Íslandi. Víntríó seldi ég síðar en það fyrirtæki býr enn vel að góðu upphafi og gengur vel.

Rekstur heildsölu krefst mikillar þekkingar á birgðastjórnun og skipulagi sem hefur verið mjög lærdómsríkt og á vel við mig.

Vöruþróun og samningar um ný vörumerki er ekki síður mikilvægt og þar hefur mér gengið mjög vel, að finna ný og spennandi vörumerki hefur frá upphafi minna viðskipta verið einn af mínum kostum en langflest hafa náð góðu flugi á markaðinum.

Previous
Previous

Verslunarmaðurinn

Next
Next

Gestgjafinn