Reynslan

Oft á tíðum hefur það tekið á að þurfa að fást við verkefnin með takmörkuðu fé en þegar litið er til baka hefur það verið mjög skemmtilegt þó svo að án efa hefur það reynt á og verið oft á tíðum dýr skóli.

Þessi skóli hefur skapað mér dýrmæta reynslu þar sem ég hef í öllum tilvikum þurft að setja mig inn í alla þætti hvers reksturs sem ég er tilbúinn að deila og stuðla að því að mínir skjólstæðingar forðist eða reyni að minnsta kosti að sneiða fram hjá óþarfa hindrunum.

Mín reynsla og þekking liggur aðallega í rekstri smásölu, heildsölu og netsölu en ég hef staðið að opnun yfir 20 verslana, oftast með sérleyfissamningum og í heildsölu með fjöldan allan af þekktum vörumerkjum. Netverslanir hef ég rekið nokkrar sem ég hef hannað og sett upp sjálfur og lært mikið á þessa nýju aðferð verslunarreksturs og tileinkað mér.

Fyrir utan daglegan rekstur, fjárhags og birgðabókhalds þá hef ég stjórnað markaðssetningu, söludeildum og innkaupaáætlunum sem er lykillinn að farsælum rekstri auk hönnunar og töluverðri þekkingu í framstillingu.

Grunnur að góðum rekstri er alltaf sá að vinna með góðum vörumerkjum og hefur mér hlotnast sá styrkur að hafa gott auga fyrir að finna góð vörumerki og gengið vel að sannfæra og semja við framleiðendur um sérleyfissamninga.

Verkefnavinna á vel við mig. Þegar nálgast þarf verkefnið og koma því frá hugmynd og gera að veruleika. Það hef ég gert margoft í gegnum árin og ekkert er ánægjulegra en að sjá hugmynd verða að flottri útkomu. Útvega mold, strá fræjum og sjá blómið lifna og dafna er minn styrkur

Geti ég orðið þér að liði með reynslu minni þá endilega hafðu samband við mig. Gott spjall og kaffibolli getur leitt af sér og þróað skemmtilegar og farsælar hugmyndir.

Vinnum saman