Um mig

Fjölskyldumaður úr Seláshverfi Árbæjar. Fæddur í Reykjavík 7 Október 1968. Ólst upp hjá foreldrum í Ólafsvík til 7 ára aldurs. Fluttum síðan á Dvergabakka neðra - Breiðholts þar sem ég naut mín vel enda hverfið fullt af orkumiklum einstaklingum sem komu þar saman með foreldrum frá öllum stéttum þjóðfélagsins. Breiðholtið veitti mikil tækifæri þar sem allir krakkar voru jafnir sem átti eftir að gefa af sér dugnaðarforka og frumkvöðla.

Foreldrar mínir voru síðan frumbyggjar Grafarvogs en eftir fá ár þar togaði Ólafsvík aftur í þau. Ég varð eftir og kom mér fyrir í lítilli íbúð fjölskydunnar í Seljahverfi.

Kynntist ástinni í lífinu Laufeyju Stefánsdóttur tvítugur 1988 og saman eigum saman 3 drengi, Stefán, Dag og Mána en tæplega 17 ára eignaðist ég dóttur mína Eddu sem á svo drenginn Aron Ragnar.

Með Laufeyju hef ég opnað og rekið með mörg skemmtileg fyrirtæki og krafturinn í henni og endalaus ást og umhyggja hefur leitt okkur saman í gengum skemmtileg ár þar sem við höfum notið okkar í rekstri sem hefur gefið okkur kosti á að ferðast mikið í kringum áhugamálið okkar vinnuna.