Kostir, markmið og stefna

 

Mitt helsta makmið og löngun er að halda áfram að gera krefjandi og skapandi hluti. Nýta þá reynslu sem viðskiptalífið hefur kennt mér. Ég hef ástríðu fyrir að takst á við ný verkefni, finna lausnir og vinna markvist að því að klára verkefnið.

Ég nýt mín best að koma að verkefni eins og uppsetningum verslana eða vörumerkja, skipuleggja og stjórna. Kynna mér öll úrlausnarefni og fylgja eftir frá upphafi til opnunar. Koma hlutnum af stað og ýta úr vör.

Mínir helstu kostir í viðskiptum hafa verið þeir að ég hef gert nokkuð góða samninga og get verið sannfærandi um kosti að koma fyrir og markaðssetja vörumerki. Ég er góður í að skipuleggja og fylgja verkefnum eftir, gengið vel að fá fólk til að vinna með mér og verið sannfærandi þegar kemur að því að selja hugmyndir.

Ég hef góða reynslu í uppsetningu á viðskiptaáætlunum og hef tileinkað mér vinnu með excel frá því að hann kom fyrst á markaðinn.

Ég tel mig mjög góðan í birgðagreiningu og innkaupaáætlunum og að finna út þarfir greindar eftir öllu mögulegu.

Ég hef fært bókhald síðustu 30 árin og hef góða reynslu í því. Hef tileinkað mér margar tæknilegar aðferðir við að einfalda vinnslu í fjárhags og ekki síður birgðabókhaldi.

Hef tileinkað mér uppsetningu vefsíða og gert töluvert af sölu og kynningarsíðum.

Áhugi minn á gerð þrívíddarteikninga hefur einnig hjálpað mikið til þegar uppsetning á verslunum eða uppgerð á húsnæðum hefur verið annarsvegar og hef ég hannað og teiknað upp töluvert af rýmum.

Ég hef fengið mikið lof frá erlendum gestum sem við höfum hýst síðustu árin í eignum fjölskyldunnar og aðstoðað við skipulag ferða en hægt að benda á fjölmörg ummæli í því tilfelli.

Samantekið eru þá helstu kostir;

  • Samnigatækni og viðskiptabréf

  • Nef fyrir góðum vörumerkjum og koma fyrir á markaði

  • Gerð fjárhags, birgða og innkaupaáætlana

  • Uppsetning verslana

  • Vinna með fólki

  • Sannfærandi í viðskiptum

  • Mikil reynsla í sölu og markaðsmálum

  • Öguð og markviss vinnubrögð

  • Fylgja verkefnum eftir frá upphafi til enda

  • Reynslumikill í fjárhags og birgðabókhaldi

  • Vefsíðugerð og stjórnun þeirra

  • Tileinkað mér excel í 30 ár

  • Skipulag ferða fyrir erlenda gesti

hilmar@hlc.is

660 1755

Þingás 18

110 Reykjavík