Árið 2015 fékk ég umboð fyrir Ítalska sport og lífsstíls vörumerkið FREDDY. Vel þekkt 40 ára gamalt vörumerki sem nokkrum árum áður hafði komið með á markaðinn nýja vörulínu af buxum, saumuðum með sérstökum hætti sem gerði þær að einstakri vöru og seldist strax mjög vel um allan heim.

Ég gerði dreifingasölusamning við fyrirtækið og þar sem 40% af allri sölu þeirra var í gegnum netverslun þá ákvað ég að fara þá leið frá byrjun.

Þekking mín á hönnun og uppsetningu netverslunar á þeim tíma var engin en ég ákvað samt sem áður að ég ætlaði mér ekki að fara þá leið að fjárfesta í dýrri vefsíðu heldur settist niður og leitaði lausna.

Kynnti mér vel og lærði heimasíðugerð og hef síðan gert þó nokkrar góðar vefsíður, bæði sölusíður og kynningasíður og á nokkuð auðvelt með að byggja upp góðar síður en lykilatriði er að þær séu aðgengilegar og leiðandi fyrir viðskiptavininn og ekki síður fallegar og grípandi. Verslunarreynslan nýtist þar vel en skilningur á kauphegðun viðskipavinar sem skiptir miklu máli.

Heimasíðu-vefarinn

Next
Next

Verslunarmaðurinn